8.9 C
Selfoss

Ungir og upprennandi listunnendur heimsóttu LÁ

Vinsælast

Listasafn Árnesinga tekur á móti öllu fólki opnum örmum. Þó sérstaklega yngri kynslóðinni. Safnið hefur lagt lóð sín á vogarskálar upprennandi listamanna. Bæði með heimsóknum í safnið og svo skapavinnustofum fyrir börn síðasta sunnudag í hverjum mánuði. Þetta starf hefur ekki farið varhluta af kórónuveirunni, en þrátt fyrir það heimsótt börn frá leikskólanum Óskalandi í Hveragerði safnið heim. „Krökkunum fannst mjög spennandi að mega ganga á jörðinni, sem er motta með áprentaðri jörð. Þá hlustuðu þau á tónverk samið til jökla, hlustuðu á steina og ýmislegt fleira spennandi,“ segir Kristín Scheving, safnsstjóri. Börnin launuðu góðar móttökur með því að skreyta jólagluggann í safninu. Glugginn opnar 16. september, en algert hernaðarleyndarmál er hvað leynist í honum. Hér fyrir neðan sjáum við svo nokkrar myndir frá skemmtilegum degi.

Nýjar fréttir