6 C
Selfoss

Aðventustund fyrir syrgjendur á RÚV

Vinsælast

Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni.  Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.

Vegna samkomutakmarkana verður stundinni að þessu sinni sjónvarpað til allra landsmanna frá Grafarvogskirkju sunnudaginn 13. desember kl 17.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir fer með upphafsorð.  Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju. Lifandi tónlist verður í höndum Sigríðar Thorlacius, Sigurðar Guðmundssonar, Matthíasar Stefánssonar og Hilmars Arnar Agnarssonar.  Þá mun biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir fara með lokaorð.

Fjölskyldur geta tekið þátt með því að kveikja á kerti í minningu látins ástvinar. Landsmenn allir eru hvattir til að sýna syrgjendum samhug með því að kveikja á kerti heima í stofu eða úti fyrir.  Saman skulum við mynda bylgju af hlýhug og samkennd til stuðnings hvert öðru á erfiðum tímum.

Aðventustundin er túlkuð á táknmáli.

Landspítalinn, Sorgarmiðstöðin og Þjóðkirkjan .

Í sorgmædd hjörtu sendu inn

þín signuð ljósin blíð

og hugga hvern er harmar sinn

á helgri jólatíð.

( Gunnlaugur  V. Snævarr. )

 

Nýjar fréttir