0.6 C
Selfoss

Er hugarró heima hjá þér?

Vinsælast

Á dögunum kom upp leki í húsinu okkar. Þessi leki olli því að það þurfti að taka upp gólfefni, brjóta holu í gólfplötuna og grafa. Allt í einu var búið að tjalda í miðri stofunni til koma í veg fyrir að ryk bærist um allt hús á meðan grafið var. Lekin varð til þess að við urðum að færa húsgögn til og stofan varð mjög sérstök. Þegar búið var að laga lekann og steypa upp í holuna var tjaldið tekið niður. Allt í einu varð stofan svo stór og björt.  Þegar við vorum búin að færa húsgögnin til og taka niður af veggjum áttuðum við okkur á því að það væri nú ef til vill sniðugt að mála. Úr var að málningarprufur voru fengnar og veggurinn blettaður með hinum ýmsu litum. Við erum sífellt að komast nær niðurstöðunni um hvaða lit við viljum hafa. Mitt í þessum aðstæðum hef ég áttað mig á því hvað þolinmæði mín og æðruleysi hafa vaxið hvað varðar breytingar á heimilinu. Hér áður fyrr fékk ég hugmynd um breytingar og hún varð að gerast strax. Núna finn ég hinsvegar að ég er að nýt vegferðarinnar. Hvert skref er fagnaðarefni. Það var gaman að finna ástæðuna fyrir lekanum. Það var gaman þegar maðurinn minn var búin að steypa upp í holuna. Það var gaman þegar tjaldið í stofunni var tekið niður og það verður gaman þegar við verðum búin að velja litinn. Það verður líka gaman þegar við byrjum að mála og enn skemmtilegra þegar við verðum búin. Ekki bara af því að við verðum búin að mála heldur af því að hægt verður að nota stofuna á ný, eiga þar samfélag og góðar stundir.

Lífið bíður upp á allskyns tækifæri og allskyns áfangastaði. Hverjum áfanga ber að fagna. Það er svo mikilvægt að gleyma sér ekki í því að komast á áfangastaðinn eða ná markmiðinu að við gleymum þess að vera í núinu og njóta þess sem að höndum ber.

Heimilið okkar á að vera griðastaður. Staður sem okkur líður vel á. Staður sem gerir það að verkum að við upplifum hvíld, afslöppun og gleði. Einu sinni upplifði ég heimilið mitt ekki þannig stað. Það var ekki af því að heimilið var óspennandi heldur af því að ég upplifði ekki hugarró innra með mér. Þegar við tökumst á við okkur sjálf. Líðan okkar, fortíð okkar og framtíð lærum við að vera í núinu og njóta þess sem við höfum.

Flest okkar höfum  þurft að verja meiri tíma heima hjá okkur á þessu ári en áður. Þetta hefur orðið til þess að fólk hefur farið í margskonar breytingar og gert ýmsa skemmtilega hluti. Það getur verið gott að skoða hvort það sé gert til þess að forðast ákveðnar tilfinningar sem maður er að upplifa eða af því að maður vill fá að gera skapandi hluti.

Í kjölfar samkomubannsins í vor samdi ég nýtt netnámskeið sem heitir Hugarró heima. Á þessu námskeiði miðla ég af eigin reynslu og deili því sem hefur nýst mér best til að öðlast hugarró heima og annarsstaðar. Mín von er sú að þetta námskeið hjálpi þér að þekkja sjálfa/n þig betur og gefi þér verkfæri til að upplifa jafnvægi, meira sjálfstraust, kjark og helling af hugarró. Námskeiðið er komið í sölu og verður til sölu sem stakt námskeið en einnig verður í boði að kaupa það sem hluta af stærri pakka og fá þá sex önnur námskeiði innifalin sem fjalla um betra jafnvægi, markmiðssetningu, betri heilsu, betri svefn, betri líkamsímynd og fleira. Ég hvet þig til að kíkja á þetta á heimasíðunni minni www.gunnastella.is.

Ég minni líka á póstlistann.  Ég sendi póst einu sinni í viku þar sem markmið mitt er að gefa tæki og tól til að einstaklingar geti upplifað meira jafnvægi og hugarró.

 

Kærleikskveðja,

Gunna Stella

Nýjar fréttir