8.9 C
Selfoss

Kórónuveirusmit í Vallaskóla á Selfossi

Vinsælast

Foreldrar fengu skilaboð þess efnis í morgun að nemandi í sjöunda bekk skólans hefði greinst með kórónuveirusmit. Nemandinn var sendur heim með flensueinkenni snemma morguns á miðvikudag 2. september sl. Þá hafði hann ekki verið í neinu samneyti við neinn nema sína samnemendur og kennara. Nemendur í viðkomandi bekk fara í sóttkví ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa.

Haft var samband við foreldra allra nemenda í morgun og þeim tilkynnt að börnin þyrftu að sæta sóttkví í 14 daga. Nú er smitrakningarteymi að hringja í nemendur og gefa leiðbeiningar hvernig standa skuli að sóttkvínni.

Haldgóðar upplýsingar um sóttkví má finna á Covid.is.

Lögð er á það áhersla frá hendi skólans að málið sé erfitt fyrir alla hlutaðeigandi og allir beðnir um að sýna ró, samstöðu og hluttekningu á stöðunni því allir séu í þessu saman.

 

Nýjar fréttir