5.6 C
Selfoss

Selfoss karfa styrkir sig sem alþjóðleg akademía

Vinsælast

Selfoss karfa og körfuboltaakademía FSu halda áfram að styrkja yngriflokkastarf félagsins, en í sumar hafa bæst við hópinn leikmenn með reynslu frá yngriflokkalandsliðum Íslands og erlendis.

Akademían er farin að fá alþjóðlegt orðspor eftir að hafa fengið til sín leikmenn með reynslu frá yngriflokkalandsliðum, ásamt því að hafa verið boðið á mörg alþjóðleg yngriflokkamót. Því miður vegna Covid-19 eru framtíðaráform um að ferðast á slík mót í uppnám. Það er mikil spenna fyrir því að koma íslensku strákunum okkar á alþjóðleg mót í náinni framtíð. Þar fá leikmennirnir góða reynslu, sem gæti hjálpað þeim að taka stór stökk á ferlinum. Við tökum ávallt vel á móti öllum styrktaraðilum sem hafa áhuga á að hjálpa okkur í þessu mikilvæga starfi.

Markmiðið er að auka keppnisstig yngriflokkana, bæði í félaginu og í akademíunni, og jafnvel á landsvísu á komandi árum.

Arnór Eyþórsson (2001)
Skotbakvörður – 200 cm
Hefur bætt sig mikið á undanförnum árum og komst nýlega í úrtakshóp fyrir U18 landslið Íslands.

Sveinn Búi Birgisson (2002)
Framherji – 202 cm
Kemur nýr inn í hópinn frá KR. Hefur reynslu með með U15, U16 og U18 landsliðum Íslands.

Gunnar Steinþórsson (2002)
Leikstjórnandi – 183 cm
Kemur nýr inn í hópinn frá KR. Hefur reynslu með með U15, U16 og U18 landsliðum Íslands.

Owen Young (2002)
Leikstjórnandi – 194 cm
Kemur frá Haringey College á Englandi. Var valinn í enska landsliðið á síðasta tímabili.

Gregory Tchernev-Rowland (2001)
Miðherji – 206 cm
Kemur úr pólsku deildinni en er frá Búlgaríu og Englandi.

Sverrir Sigurðsson (1998)
Framherji/miðherji – 192 cm
Kemur frá Grindavík. Hefur reglulega verið valinn í úrtökuhóp yngriflokka landsliða Íslands. Hann hefur verið hluti af sterkum yngriflokkaliðum Grindavíkur.

Finley Moss (2002)
Kraftframherji – 201 cm
Kemur frá Carmel College á Englandi. Var valinn í enska landsliðið á síðasta tímabili.

Aljaž Vidmar (2001)
Kraftframherji – 203 cm
Kemur frá Slóveníu. Hefur reynslu með U18 og U20 landsliðum Slóveníu.

Bragi Guðmundsson (2003)
Leikstjórnandi – 194 cm
Kemur frá Grindavík á venslasamningi. Hefur reynslu með U15 og U16 landsliðum Íslands.

Kristijan Vladovic (1999)
Leikstjórnandi – 191 cm
Kemur frá Króatíu. Stóð sig mjög vel með Selfossi körfu á síðasta tímabili. Hefur reynslu með U20 landsliði Króatíu.

Darryl Palmer (1994)
Miðherji – 203 cm
Kemur frá Bandaríkjunum. Hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á Kýpur tvö ár í röð. Reynslumikill og hæfileikaríkur leikmaður. 

Aðrir leikmenn sem snúa aftur á komandi tímabili, með reynslu frá yngriflokka landsliðum, eru meðal annars Svavar Ingi Stefánsson, sem hefur leikið 12 ár fyrir félagið. Einnig kemur Ragnar Magni Sigurjónsson aftur  inn í hópinn eftir meiðsli, en fyrir meiðslin sýndi hann hversu hæfur skotmaður hann er.

Inn í þjálfarahópinn kemur Mikel Eréno, sem mun aðstoða aðalþjálfarann Chris Caird í meistara- og unglingaflokk, ásamt FSu akademíunni. Hann er reynslumikill, en áður var hann aðstoðaþjálfari hjá karlaliði Real Betis, sem spila í hinni gríðasterki úrvaldsdeild á Spáni.

Ekki hika við að hafa samband á netfangið selfosskarfa@gmail.com, eða beint á aðalþjálfarann Chris Caird á chris.caird@gmail.com, ef einhverja spurningar vakna.

Chris Caird,
aðalþjálfari Selfoss körfu og
körfuboltaakademíu FSu.

Nýjar fréttir