7.8 C
Selfoss

Frú Vigdís Finnbogadóttir í heimsókn í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Eins og alþjóð veit varð frú Vigdís Finnbogadóttir 90 ára í vor og var haldið upp á þennan merkisviðburð eins vel og aðstæður í þjóðfélaginu buðu upp á. Þegar aðeins fór að slakna á höftum fékk Jón Gísli Harðarson, fæddur og uppalinn Hvolsvellingur, þá góðu hugmynd að bjóða Vigdísi að koma og upplifa fegurð og menningu Rangárþings eystra. Vigdís þáði boðið og kom hún austur fyrir fjall ásamt föruneyti.

Komið við í Refilsstofunni

Jón Gísli hefur unnið um árabil hjá Midgard Adventure og var því tilvalið að bjóða Vigdísi og hennar samferðafólki í ferð um sveitarfélagið þar sem Jón Gísli þekkir vel til. Farið var í Þórsmörk sem enda ein fegursta náttúruperla Íslands og tengist líka Njálssögu en Vigdís er afar áhugasöm um íslenska menningararfleið. Það lá því beint við að koma einnig við í Refilstofunni á Hvolsvelli þar sem verið er að sauma síðustu metrana af Njálureflinum. Björg, mamma Jóns Gísla, bauð svo heim til sín í sínar heimsfrægu pönnukökur og því má segja að Vigdís og hennar fylgdarlið hafi upplifað flest það besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.

Nýjar fréttir