0.6 C
Selfoss

Ljósmyndasýning Bliks, ljósmyndaklúbbs á Hótel Selfossi

Vinsælast

Ljósmyndaklúbburinn Blik var stofnaður á vordögum 2008 og hefur haldið sýningar á hverju ári, oftast á lista- og menningarhátíðinni Vori í Árborg en eins og öllum er kunnugt var hún blásin af í ár vegna hins alræmda kórónuveirufaraldurs. Við setningu þeirrar hátíðar hefur Blik opnað sína sýningu með pompi og prakt en í ár var ákveðið að opna sýninguna á þjóðhátíðardaginn, 17. júní (í gær) í anddyri Hótels Selfoss. Þar gefur að líta yfir 50 myndir af öllum stærðum og gerðum eftir 14 ljósmyndara. Viðfangsefni sýningarinnar að þessu sinni er árstíðirnar. Sýningin stendur í eitt ár, þ.e. fram að næsta Vori í Árborg og allir velkomnir að koma og berja dýrðina augum.

Nýjar fréttir