1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Gamalt, en samt nýtt áfram!

Gamalt, en samt nýtt áfram!

0
Gamalt, en samt nýtt áfram!

Árið 1983 mátti nálgast forláta Yamaha orgel með innbyggðum skemmtara í verslun A. Blöndal á Eyravegi 20 Selfossi. Herlegheitin mátti fá fyrir 7.450 kr. Já, þegar fólk var orðið lúið að stíga fúið harmóníumið tók rafmagnið yfir með trommuleik, rafhljóðum og sjálfspilandi undirleik.

Nú er samskonar orgel fáanlegt á nýjan leik í Nytjamarkaðinum á Selfossi, litlu norðar við Eyraveginn, á númer fimm. Tvö þegar síðast var gáð, fyrir 7000 kr. stykkið eftir því sem næst verður komið og prúttað. Þetta er kostaboð og gripurinn falur fyrir hvern þann sem kaupa vill. Fyrir orgelnörda er þetta merkilegt fyrir þær sakir að þarna voru menn að færa sig úr analog yfir í digital, sem margir eru að færa sig úr aftur og bakka til baka. Hálfgert olnbogabarn þetta tæki, þessa stundina. Þetta er lítil saga af orgeli sem kom á Selfoss og bíður nú kaupanda í annað sinn. Vonandi sér einhver aumur á því og bjargar frá bráðum bana.