Stofnfundur rafíþróttadeildar Hveragerðis/Hamars

Fimmtudaginn 28. maí nk. klukkan 18 fer fram stofnfundur Rafíþróttadeildar Hveragerði/Hamars í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Gestir fundarins verða þeir Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands, Þórhallur Einisson formaður Íþróttafélagsins Hamars og Friðrik Sigurbjörnsson formaður menningar-, íþrótta- og frístundarnefndar Hveragerðisbæjar.

Fundurinn er opinn öllum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi rafíþróttadeildar í Hveragerði og þeir sem vilja fræðast nánar um rafíþróttir ættu að mæta og láta sjá sig og sjá aðra!

https://www.facebook.com/events/715128442638440/