5.6 C
Selfoss

Fjórhjóli stolið af bæ í Flóahreppi

Vinsælast

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að fjórhjóli, því sem er á myndinni hér að ofan, var stolið af bæ í Flóahreppi. Talið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu 10. til 13. maí sl. Á sama stað var einnig stolið verkfærum og öðrum lausamunum. Þeir sem verða varir við hjólið eða aðra lausamuni sem geta tengst málinu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi.

Hægt er að ná í lögregluna á Facebook, í síma 444 2000 og í veffangi sudurland@logreglan.is.

 

 

Nýjar fréttir