7.3 C
Selfoss

Rafbíll í notkun hjá Selfossveitum

Vinsælast

Árborg hefur tekið í notkun nýjan bíl sem ber nafnið VW eCrafter. Bíllinn gengur alfarið fyrir rafmagni og er samkvæmt Rögnvaldi Jóhannessyni fyrsti vinnubíllinn sem er hreinn rafmagnsbíll sem ætlaður er sem vinnubíll. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda er bíllinn með 170 km drægni. „Það er virkilega gaman að sjá hvað bæjarfélagið sýnir mikla framsýni með vinnubílana og greinilegt að umhverfismálin eru í fyrsta sæti hjá þeim með val á bílum,“ segir Rögnvaldur. Þá kemur fram að þetta sé fyrsti bíllinn sem afhentur er á Íslandi og hann verður brátt tekinn í notkun hjá  Selfossveitum.

Nýjar fréttir