2.3 C
Selfoss

Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna í Árborg

Vinsælast

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Málinu var vísað til félagsmálanefndar og fræðslunefndar. Þær fagnefndir hvöttu alla starfsmenn, sem vinna með börn í sveitarfélaginu, til að taka höndum saman og móta skýrt verklag til að koma í veg fyrir ofbeldi á börnunum í Árborg. Þverfaglegur hópur á fjölskyldusviði hefur skilað af sér tillögu um verklag sem hefur verið samþykkt í fræðslunefnd og félagsmálanefnd. Hins vegar er endanlegum frágangi ekki lokið. Þrátt fyrir það er rétt að kynna verklagið því á þessum erfiðum tímum er mikilvægt að vita hvað sé best að gera ef einhver veit um barn sem líður illa heima hjá sér, er farið að neyta vímuefna, fremja afbrot eða sýna hættulega hegðun. Síminn hjá hjá barnavernd Árborgar er 480-1900 og netfang barnaverndarteymis er barnavernd@arborg.is  Sjá nánar um verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna.

Nýjar fréttir