8.9 C
Selfoss

Daglegir fundir hjá aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurlandi

Vinsælast

Um þessar mundir eru haldnir daglegir fundir í aðgerðastjórn almannavarna á Suðurlandi.

Einungis þeir sem eru staðsettir í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi hittast í aðgerðastjórnstöðinni þar en aðrir funda í fjarfundabúnaði. Þetta er nokkuð sérstakt þar sem almennt séð er fólk vant meiri nánd í samskiptum en fyrir komulagið gengur engu að síður mjög vel og fjölmargir geta setið fundina þökk sé nútíma tækni.

Búast má við að álag og þreyta muni segja til sín á næstu misserum hjá þeim sem koma að viðbragðsstörfum rétt eins og hjá öllum þeim sem þurfa að breyta út af sínum venjum á einhvern hátt ástandsins vegna.

Það er afar mikilvægt að við sýnum þolinmæði, stillingu og langlundargeð á þessum sérstöku og erfiðu tímum og hugum að þeim sem okkur eru kærir og þeim sem á hjálp okkar þurfa að halda. Saman komumst við í gegnum þetta allt saman.

Nýjar fréttir