3.4 C
Selfoss

Menntandi gönguskíðamenning

Vinsælast

Á síðasta skólaári barst skólanum gönguskíði að gjöf til að efla iðkun og hreyfingu leik-og grunnskólanemenda.  Það er óhætt að segja að þessi hugmynd hefur sannarlega þróast og orðið að ákveðinni menningu hér við skólann okkar, Bláskógaskóla Laugarvatni.

Eitt af markmiðum okkar í útinámi, sem er stór þáttur í okkar stefnu, er að efla þrautsegju nemenda og þekkingu á náttúru og lífríki í nærumhverfi skólans. Við færum þeim verkfæri til framtíðar sem viðkemur því að njóta ferska loftsins og náttúrunnar. Eftir vangaveltur um framhaldið og framtíðarsýnina vildum við efla gönguskíða þáttinn enn frekar og leituðum því til þeirra félaga sem reglulega hvetja okkur áfram til góðra verka um styrk til að kaupa fleiri skíði. Eins og við vissum var stuðningurinn mikill og rausnarlegur og eigum við því ,,bekkjarsett“ af skíðum og nýtum þau vel og reglulega í hvers kyns samþættingu náms. Nemendur og kennarar hafa tök á því að fá lánuð skíði ef vill utan skólatíma.

Þau félög sem umræðir eru: Kvenfélag Laugdæla, Lionsklúbbur Laugdæla og Ungmennafélag Laugdæla. Þökkum við hér opinberlega fyrir frábæra viðbót í öflugt starf.

Vissulega erum við heppin í okkar fallega umhverfi sem umlykur skólann sem sannarlega er hægt að segja að sé stór hluti af okkar lífsgæðum sem hér lifum og störfum. Þessi leið í kennslu skapar undrun og hvetur vissulega til farsældarmenntunar sem er mikivægt að horfa til í skólastarfi. Við sendum keflið áfram og viljum hvetja aðra til að efla heilbrigði, hreyfingu og gleði sem við sjáum að hefur aukist til muna.

 

Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni

 

Nýjar fréttir