6.7 C
Selfoss

Fjölmargir mættu á styrktarleik

Vinsælast

Árvirkinn, Prentmet Oddi, Bubble Hotel, Motivo, Freistingasjoppan, Skalli, Dominos, Huppa, Errea, Kaffi krús, GK-bakarí og Hjá Ásdísi Finns – hafið kærar þakkir fyrir ykkar framlag til að gera styrktarleikinn að veruleika.

Þann 1. mars var heimaleikur í körfubolta karla, þar sem heimamenn tóku á móti Hetti, Egilsstöðum. Þar sem við í Selfoss-körfu og 8. flokkur vildum sýna samhug í verki og hjálpa til á erfiðum tíma, var ákveðið að styrkja Unni Björk Hjartardóttur og börn, sem 21. janúar sl. misstu eiginmann og föður, Jón Þorkel Gunnarsson úr krabbameini, aðeins fertugan að aldri. Allur ágóði af innkomu og sölu á leiknum mun renna beint til þeirra.

Jón Þorkell starfaði við íþróttahús Sunnulækjaskóla og Unnur kennir við sama skóla. Margir iðkendur í 8. flokki í körfunni eru einmitt nemendur hennar, drengir og stúlkur. Mikil og góð stemning skapaðist á leiknum, þar sem Benni Bongó gaf tóninn og hélt uppi stuðinu í stúkunni.

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Gjána og styrktu gott málefni og fengu í kaupbæti sérdeilis skemmtilegan og spennandi leik, en þess má geta að seldir miðar voru 290.

Vilji fólk leggja málefninu lið sitt, bendum við á styrktarreikninginn 0123-15-003183 kt.150277- 5319.

F.h. Selfoss-körfu og 8. flokks
Jóhanna, Auður og Ólafur

Nýjar fréttir