0 C
Selfoss

Vonast eftir því að hitta Schwarzenegger sjálfan

Vinsælast

Kraftlyftingakonan Sigríður Sigurjónsdóttir er að gera það gott í aflraunaheiminum um þessar mundir. Sigríður keppir fyrir hönd Suðra, íþróttafélags fatlaðra á Suðurlandi. Um þessar mundir er Sigríður að safna fyrir ferð sinni á ARNOLD Classic disabled strength competition sem verður haldin 7. – 8. mars nk. í Ohio í Bandaríkjunum. Þess má geta að Sigríður verður sú eina sem keppir fyrir Íslands hönd á mótinu og fyrsta íslenska fatlaða konan sem keppir í móti sem þessu á erlendri grund.

Mótið er dýrt og Sigríður skorar á alla að styrkja sig

Sigríður segir að hún muni þurfa að taka með sér aðstoðarmann og ferðin sé mjög kostnaðarsöm fyrir hana. Því hafi hún brugðið á það ráð að óska eftir styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og í raun ölllum sem hönd vilja leggja á plóg þannig að ferðin geti orðið að veruleika. Þegar við spyrjum Sigríði hvar áhugi hennar kviknaði á kraftlyftingum segir hún: „Ég er að æfa frjálsar og lyftingar hjá Ármanni í Reykjavík. Í fyrra þegar verið var að sýna þetta í sjónvarpinu þá var stelpa sem var mög sterk og sýndi að það var allt hægt. Það gaf mér innblástur í að skoða þetta betur og fara að æfa. Aðspurð um hvort hún eigi von á að hitta Arnold sjálfan á mótinu segir Sigríður: „Ég vona það. Hann er rosa aktívur að mæta á svona mót. Dagskráin óskar Sigríði velfarnaðar á mótinu, en hún hefur æft af kappi. Þá hvetur Dagskráin alla til að styrkja Sigríði til fararinnar!

 

 

Nýjar fréttir