9.5 C
Selfoss

Sex slasaðir þar af fjórir alvarlega

Vinsælast

Hópslysaáætlun var virkjuð á Suðurlandi eftir að tveir bílar skullu saman. Í samtali við Grím Hergeirsson, lögreglustjóra á Suðurlandi kemur fram að alls séu sex slasaðir og þar af fjórir alvarlega. Fyrstu viðbragðsaðilar voru þegar þetta er skrifað lentir á vettvangi og frekari bjargir á leiðinni, fleiri sjúkrabílar með lækna og sjúkraflutningamenn innanborðs. Þá þarf að beita klippum til að losa slasaða einstaklinga. Áætlað er að þyrla Landhelgisgæslunnar lendi á svæðinu um 20 mínútur yfir þrjú. Samkvæmt Grími er um að ræða stórt útkall þar sem allir tiltækir aðilar eru fengnir að borðinu bæði björgunarsveitir á svæðinu, viðbragðsaðilar eins og lögregla og sjúkralið og þá þyrla gæslunnar.

Vegurinn er lokaður og tilmælum beint til fólks að bíða á Klaustri eða í Skaftafell uns hann verður opnaður. Það er hvasst og hált á svæðinu samkvæmt upplýsingum

Nýjar fréttir