4.5 C
Selfoss

Mikið um að vera í leiklistarlífi í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Elísabeth Lind Ingólfsdóttir, grunnskólakennari með áherslu á leiklist, stendur fyrir leiklistarkennslu í samstarfi við Hvolsskóla á Hvolsvelli. Leiklistin er valfag og fellur inní samfellu skólans. Mikill áhugi er fyrir leiklistinni og fjöldi krakka hafa skráð sig til leiks, núna annað árið í röð. Þau hafa unnið hörðum höndum í tveimur hópum frá því í haust og nú er komið að því að uppskera.

Um næstu helgi verða leiksýningar í Hvoli á Hvolsvelli en 5.-7. bekkur mun sýna ævintýraveislu byggða á Grimmsævintýrum. Handritið hafa þau sjálf skrifað. Þau sýna laugardaginn 18. janúar klukkan 14:00.

Eldri hópurinn, krakkar í 8.-10. bekk, sýna leikritið Í fyrrasumar efir þær Jóhönnu Friðriku Hafsteinsdóttur og Heru Sigurðardóttur en Elísabeth tók þátt í uppfærslu leikritsins með Menntaskólanum á Laugarvatni árið 2007. Elísabeth fékk nú leyfi til að endurskrifa hluta handritsins og aðlaga að aðstæðum. Sýning eldri hópsins verður sunnudaginn 19. janúar klukkan 17:00.

Aðgangseyrir eru kr. 500 fyrir fullorðna en það er frítt inn fyrir börn – frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Nýjar fréttir