4.5 C
Selfoss

Fundur vegna málefna Hálendisþjóðgarðs

Vinsælast

Fundaröð Umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendsþjóðgarð raskaðist vegna veðurs. Nú er áformað að halda fundina á morgun, miðvikudaginn 15. janúar. Málið er flókið og sitt sýnist hverjum eins og greinaskrif í Dagskrána að undanförnu hafa sýnt. Nú er lag að kynna sér málið um Hálendisþjóðgarðinn og koma sjónarmiðum á framfæri á eftirfarandi tímum:

Tilkynningin hljóðar svo:

Í samráðsgátt stjórnvalda má finna frumvarp er lýtur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Þetta er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins.

Á fundunum mun ráðherra m.a. fara yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarpsins.

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudagur 15. janúar
• 13:00 Öræfi, Hótel Skaftafell í Freysnesi
• 20:00 Hvolsvöllur, Midgard Base Camp

Fimmtudagur, 16. janúar
• 20:00 Biskupstungur, félagsheimilið Aratunga

Fundirnir eru öllum opnir – verið velkomin.

Nýjar fréttir