6.1 C
Selfoss

Þungfært víða á Suðurlandi – vegir lokaðir fram á morgundag

Vinsælast

Líkur eru á að vegir verði lokaðir fram á morgundag ef marka má færslu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan vill koma því á framfæri við gististaði í umdæminu að á morgun munu að öllum líkindum fjölmargir vegir verða lokaðir á Suðurlandi. Því er nauðsynlegt að gististaðir kynni gestum sínum sem hyggja á ferðalög í fyrramálið að vegir kunni að vera lokaðir og því ekki hægt að fara um svæðið.“

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þungfært og þæfingsfærð og skafrenningur á flestum leiðum og í uppsveitum og ekkert ferðaveður. Lokað er á svæðinu frá Markarfljóti að Vík. Það verður skoðað á morgun, þriðjudag. Þá er snjóþekja og stórhríð á Mýrdalssandi og lítið skyggni. Þá eru Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokaðar.

Nýjar fréttir