-1.6 C
Selfoss

Opið til 22 í kvöld hjá Björgunarfélagi Árborgar

Vinsælast

Þegar DFS.is leit við hjá Björgunarfélagi Árborgar var í nógu að snúast með flugeldasöluna. Samkvæmt Sveini Ægi Birgissyni hjá Björgunarsveitinni var von á því að fólk nýti sér opnunartímann vel í kvöld en opið er til 22. Þá sagði Sveinn að bætt yrði hressilega í starfsmannafjöldann og afgreiðslan ætti að ganga hratt og vel fyrir sig. Aðspurður um hvað væri í boði sagði Sveinn það vera allt frá því smæsta til hins stærsta og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá geta þeir sem ekki komast í dag nýtt sér opnunartíma á Gamlársdag en opið er frá kl. 10 til 16. Þá er einnig opið í útibúi sveitarinnar á Stokkseyri.

Nýjar fréttir