7.8 C
Selfoss

Krakkar úr Sunnulækjarskóla gefa í Sjóðinn góða

Vinsælast

Um 130 krakkar úr níunda- og tíunda bekk Sunnulækjarskóla komu færandi hendi í Rauða krossinn við Eyraveg á Selfossi í morgun. Krakkarnir komu með gjafir sem búið var að pakka inn í poka sem kvenfélagskonur hafa saumað.

Yfir 80 gjafir dregnar á snjóþotum niður á Eyrarveg

Krakkarnir drógu gjafirnar niður á Eyrarveg á snjóþotum enda mikill fjöldi. Aðspurð um verkefnið segir Erna Jóhannesdóttir: „Við fórum af stað í þetta verkefni með það að markmiðið að gefa eitthvað af okkur í desember. Fá nemendur til að átta sig á mismunandi aðstæðum einstaklinga í samfélaginu og til þess að vekja með þeim samkennd með náunganum og setja sig í spor annarra.“ Alls komu krakkarnir með rúmlega 80 gjafir sem einhver fær undir jólatréð sitt þessi jól.

Fulltrúar níundu bekkjar afhenda fulltrúm Sjóðsins góða gjafirnar.
Fulltrúar tíunda bekkjar afhenda fulltrúm Sjóðsins góða gjafirnar.

Nýjar fréttir