5.6 C
Selfoss

Leitað að fíkniefnum í skipinu Mykines í Þorlákshöfn

Vinsælast

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi  segir að umfangsmikil leit hafi verið framkvæmd í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn. Leitin var samfstarf embætta Tollstjóra og Lögreglustjórans á Suðurlandi. Leitað var í skipinu með sex fíkniefnaleitarhundum, frá Tollstjóra, Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og Fangelsinu Litla-Hrauni. Leitað var í farmi sem skipað var upp hérlendis, einnig var leitað í skipinu sjálfu. Rúmlega tuttugu manns tóku þátt í aðgerðinni. Nokkrir gámar voru teknir til frekari skoðunar á innihaldi. Aðgerðin tókst í alla staði vel og má telja fullvíst að áframhald verði á samstafi sem þessu og reglubundið eftirlit verð með farmflutningum til Þorlákshafnar.

 

Nýjar fréttir