6.7 C
Selfoss

Fyrir íbúa – með íbúum

Vinsælast

Langþráðu marki er náð í dag 11. desember með opnun á nýjum vef Sveitarfélagsins Árborgar. Það var kominn tími til – mætti kannski segja – en við fögnum þessum framförum. Sagan er reyndar ekki öll því að ákveðið hefur verið að íbúar og aðrir notendur verði hafðir með í ráðum á lokaskrefum í hönnun vefjarins. Í því skyni eru sett ábendingarform á allar síður þar sem kallað er eftir ábendingum íbúa. Þessum ábendingum verður safnað saman og við ætlum að nota þær strax til úrbóta og fullhönnunar vefjarins. Við vonumst til að þessu verði vel tekið af íbúum og að þeir noti tækifærið til að leggja sitt af mörkum.

Það er einlæg ósk Svf. Árborgar að þessi nýju vefur verði íbúum og sveitarfélaginu til gagns og flýti fyrir frekari framþróun þjónustunnar. Þjónusta við íbúana og upplýsingagjöf til þeirra þarf að verða eins góð og framast er unnt – og sniðin að þörfum íbúa. Á leið til betri þjónustu mun starfsfólk sveitarfélagsins og þekking þess, hugmyndir íbúanna og tækifæri stafrænnar þróunar leiða okkur áfram.

Árborgarvefurinn hefur verið unninn með aðstoð Hugsmiðjunnar og fyrirtækinu eru færðar kærar þakkir fyrir. Fjöldi starfsmanna hefur einnig lagt mikið af mörkum í því skyni að vefurinn verði vel úr garði gerður og er einnig þakkað sitt framlag. Ólafur Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðafulltrúi Árborgar, hefur leitt þessa vinnu fyrir sveitarfélagið í haust og er honum þakkað sérstaklega fyrir að bæta þessu verki á önnur störf.

Smellið hér til að skoða nýja heimasíðu Árborgar:

Nýjar fréttir