1.7 C
Selfoss

Í nógu að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi

Vinsælast

Það er dimmur bylur og mikill vindur sem gengur yfir Suðurlandið þessa stundina. Á Selfossi sér ekki úr augum og fólk vinsamlega beðið að vera innandyra og fara hvergi. Mörg fyrirtæki hafa lokað dyrum sínum og hætt að veita þjónustu. Þegar Dagskráin leit við á Björgunarmiðstöðinni stóð yfir vinna við skipulag í samstarfi fjölda aðila. Þar komu að sjúkraflutningar, lögregla, björgunarsveitir, Rauði krossinn og fleiri aðilar.

Í samtali við Lögregluna á Suðurlandi kom fram að ekkert stórvægilegt hefði komið uppá að svo stöddu. Við biðjum þó fólk að halda sig heima það er ekkert ferðaveður, enda sér ekki út úr augum.

Starfsmaður Vegagerðarinnar sagði að verið væri að loka flestum vegum, enda ekki hægt að halda opnu. Hann sagði þó starfsmenn á bakvakt sem munu sinna svæðinu og vera til taks fyrir björgunaraðila sé þörf á því.

Björgunarsveitin taldi að líklega bætti í verkefnin með kvöldinu. Þeir væru reiðubúnir fyrir það og myndu veita þá aðstoð sem þyrfti. Um það leyti sem blaðamaður var á svæðinu var verið að skipuleggja flutninga upp á Borg. Talvert var um að fólk væri fast þar á Biskupstungnabrautinni og kæmist ekki lengra. Það stæði til að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem á því þyrftu að halda í samstarfi við RKÍ.

 

Nýjar fréttir