3.4 C
Selfoss

Unglingalandsmót UMFÍ 2020 verður á Selfossi

Vinsælast

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Árborg um verslunarmannahelgina 2020. Samningur þessa efnis var undirritaður í hálfleik æsispennandi hálfleiks karlaliða í handbolta á milli Selfoss og FH í Olísdeild. Leikurinn fór fram í pakkfullu íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld. Leikurinn fór 31-31 gestunum í vil.

Undir samninginn skrifuðu þau Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og fulltrúar samstarfsaðila mótsins á Selfossi, þau Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK.

Haukur segir Unglingalandsmót UMFÍ eina af birtingarmyndum íslenska forvarnarmódelsins.

„Á mótinu leggjum við mikla áherslu á skipulagt íþróttastarf, þar sem allir geta verið með á eigin forsendum og samveru fjölskyldunnar um verslunarmannahelgina. Á mótinu skemmta sér allir vel á heilbrigðum forsendum og geta þátttakendur prófað fjölda íþróttagreina ásamt því að fylgjast með og hlusta á allt það nýjasta sem í boði er á tónlistarsviðinu á kvöldvökunum. Þessi íþróttahátíð hefur gert það að verkum Nú er Unglingalandsmót UMFÍ orðið ein af helstu hátíðunum um verslunarmannahelgina þar sem allir skemmta sér saman á heilbrigðan hátt. Það er besta forvörnin,‟ segir hann.

Nýjar fréttir