6.7 C
Selfoss

Jóladvergarnir HSK meistarar í boccia

Vinsælast

HSK mót í boccia fatlaðra, liðakeppni, var haldið í Vallaskóla 26. nóvember sl. og voru keppendur 25. Tvö félög tóku þátt í mótinu, Gnýr og Suðri, og var ákveðið að draga í lið þannig að keppendur frá hvoru félagi gátu lent í sama liði. Þetta eflir félagsandann og gefur keppendum tækifæri til að kynnast betur. Keppendur gáfu liðum sínum nöfn og eru úrslit eftirfarandi:

1. sæti.
Jóladvergarnir: Sigríður Erna Kristinsdóttir, Bjarni Friðrik Ófeigsson og Berglind Hrafnkelsdóttir

2. sæti.
Víkingarnir: Guðrún Jóna Ingvarsdóttir, Reynir Ingólfsson og Leó A. Grönvold Einarsson

3. sæti.
Frostrósir: Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Valdís Jónsdóttir, Ingólfur Andrason

Jóladvergarnir.

Nýjar fréttir