10 C
Selfoss
Home Fréttir Hvernig Lyflæknirinn Dr. Terry Wahls læknaði sig af MS með matarræði

Hvernig Lyflæknirinn Dr. Terry Wahls læknaði sig af MS með matarræði

0
Hvernig Lyflæknirinn Dr. Terry Wahls læknaði sig af MS með matarræði

Nýlega var póstað á facebook efni af youtube frá Dr, Terry Wahls, lækni með áratuga reynslu af lyflækningum. Þegar hún sjálf greindist með MS, fór hún því eðlilega í lyfjameðferð svipaða og hún hafði ráðlagt öðrum og þó svo að hún hafi séð að yfirleitt hallaði undan fæti hjá fólki þrátt fyrir lyfin. MS leggst misþungt á fólk og hún var greinilega ein af þeim sem sjúkdómurinn lagðist mjög þungt á og eftir 3 ár var hún að mestu bundin við hjólastól og hafði mjög lítið þrek.Þá ákvað hún þrátt fyrir menntun sína að lyfin væru ekki að gera henni gott og ákvað að prófa aðra hluti. Hún fór að borða mikið af salati og öðru grænmeti og sveppum. Rúmu ári síðar var hún laus við hjólastólinn og það sem meira var að hún fór í 18 kílómetra ferð á reiðhjóli. – Núna vinnur hún við að aðstoða fólk með MS, Alzheimer’s og aðra sjúkdóma til bata án lyfja. – Skoða má frásögn hennar á youtube, þar má líka skoða frásagnir fólks sem fengið hefur bata með náttúrulegri krabbameinsmeðferð hjá Bio Medical Clinic (Hoxsey Clinic) í Tiujana í Mexico. Fyrir þá sem vilja vinna í eigin heilsu með náttúrulegum aðferðum vil ég segja frá litlu heilsuhæli á eyjunni Koh Samui í Thailandi. Staðurinn heitir New Leaf Detox Resort, og það má skoða upplýsingar um staðinn bæði á heimasíðu og á Facebook. Ég hef farið á þennan stað og hef reynslu af því að það gerist margt jákvætt á stuttum tíma, blóðþrýstingur lækkar svo og blóðfita og flestir léttast um einhver kíló. Meðferðin byggist á grænmetisfæði, sem samanstendur af grænmetis- og ávaxtadrykkjum sem lagaðir eru ferskir og margt af hráefninu er ræktað lífrænt á staðnum, svona drykkir eru 3 x á dag og svo er grænmetissúpa á kvöldin yfirleitt maukuð. Gestir fá ómælt af vatni og tei en kaffi, sykur, hveiti og mjólkurvörur eru ekki á boðstólum. Síðan eru gönguferðir alla morgna í 1 – 2 tíma, nudd er innifalið daglega og yoga flesta daga og sundlaugarleikfimi, svo er gufubað í boði. Stór hluti af meðferðinni er ristilhreinsum sem gestir framkvæma sjálfir eftir leiðbeiningum en núna hafa þau einnig bætt við ristilhreinsum með tæki og aðstoð fagfólks. Skoðunarferð er í boði einu sinni í viku og er þar margt athyglisvert að sjá. Heilsuhælið er nýflutt á nýjan og glæsilegan stað en verðið er samt enn mjög sanngjarnt eða um og innan við 25.000- kr. á dag  og  það er allt innifalið á staðnum, þ.e gisting allar meðferðir fræðsla fæði og skoðunarferðin auk þess sem gestir eru sóttir á flugvöllinn og skilað þar aftur að dvöl lokinni. Ég held að gott sé að dvelja þarna ekki minna en viku en svo má velja um eins langa dvöl og hver vill 10 daga 2 vikur og upp í 4 vikur. Þegar ég var þar síðast (á gamla staðnum) hitti ég mann frá Ástralíu sem verið hafði þar árið áður í þrjár vikur, hann var með áunna sykursýki og tók reglulega lyf við því. Eftir dvölina árið áður var það niðurstaða hans og læknis hans í Ástralíu að ekki væri þörf á að taka sykursýkislyfin lengur. Að dvelja á þessum stað er góð lausn til að hefja nýjan og betri lífsstíl og ekki spillir veðrið fyrir. – Það er vissulega hægt að gera margt sjálfur heima en það er mun þægilegra að fara á stað sem sér um allt sem gera þarf og þar að auki má líta á dvölina sem frí sem skilar verulega miklu til baka.  Þeim sem vilja skoða ferð á þetta heilsuhæli eða fá aðrar upplýsingar er velkomið að skrifa mér á heilsulindheidars@simnet.is.

                                                             Heiðar Ragnarsson

matreiðslumeistari, náttúrulegar heilsuráðleggingar,

nudd, svæðanudd, augnlestur og dáleiðsla.