2.8 C
Selfoss

Á Suðurlandi flokka allir lífrænt!

Vinsælast

 

Er vonandi eitthvað sem við getum sagt stolt innan skamms tíma. Við sunnlendingar höfum nefnilega náð þeim merka áfanga að öll sveitarfélögin 15 í landshlutanum bjóða íbúum sínum upp á flokkun lífræns úrgangs frá örðu sorpi. Nú er því kjörið tækifæri fyrir sunnlendinga alla að taka úrgangsmál heimilisins föstum tökum.

Lífræn flokkun er ekki flókin og flest þekkjum við hvað telst lífrænt og brotnar niður hratt og náttúrlega, svo sem afgangs matvæli, afskurður af grænmeti og visnuð blóm. Það sem einna helst má ekki fara með í lífrænu tunnuna eru óeldaðir kjöt og fisk afgangar, líkamsvessar og annað sem getur innihaldið smit. Gott er að byrja að flokka það sem við erum örugg með og afla sér þekkingar um vafamál þegar þau koma upp.

En hvað verður svo um þennan lífræna úrgang? Við hjá Umhverfis Suðurland í slagtogi við Árna Geir vin okkar, fórum á stúfana og fengum að kynnast því ferli sem fer í gang þegar búið er að sækja lífræna úrganginn. Niðurstöðuna settum við svo saman í stutt myndband, en eftir að hafa horft á það ætti enginn að velkjast í vafa um gagnsemi þess að flokka lífrænan úrgang. Myndbandið er aðgengilegt inni á síðu verkefnisins www.umhverfissudurland.is

Við hvetjum alla sunnlendinga til þess að láta ekki sitt eftir liggja því nú er engin afsökun fyrir því að flokka ekki lífrænan úrgang. Ef þið eru enn óörugg hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við ykkar sveitarfélag og fá nánari leiðbeiningar, þar er starfsfólk boðið og búið til þess að  hjálpa íbúum af stað.

Kveðja,

Umhverfis Suðurland

Nýjar fréttir