-2.1 C
Selfoss

Glæsilegur vegur að Hjálparfossi

Vinsælast

Þessa dagana er verið er að leggja síðustu hönd á nýjan veg að Hjálparfossi. Vegurinn er hinn glæsilegasti, rammlega uppbyggður, breiður og lagður bundnu slitlagi. Hin mesta prýði. Afleggjarinn tengist Þjórsárdalsvegi nokkru vestar en sá gamli. Auk þess hefur verið sett upp salerni við bílastæðið hjá fossinum. Það kemst í gagnið innan tíðar.  Fossinn og umhverfi hans skartar sínu fegursta í haustblíðunni, eins og þeir vita sem til þekkja. Nú er ekkert annað að gera en að drífa sig í sunnudagsbíltúr og kíkja á glæsilega aðstöðu og njóta náttúrunnar.

Nýjar fréttir