7.3 C
Selfoss

Eldur í Ölfusi reyndist sorpbrenna

Vinsælast

Neyðalína fékk tilkynningu frá vegfarendum í Ölfusi um að talsverður eldur væri við bæ nokkurn í Ölfusi sl. mánudag. Komið var myrkur og bjarminn af eldinum sást langar leiðir. Brunavarnir Árnessýslu voru ræstar út og slökkviliðsmenn drifu sig á vettvang. Miðað við lýsingu var ekki ólíklegt að um eld í húsi væri að ræða.

Fljótlega kom í ljós að ekki væri um eld í íbúðarhúsi að ræða heldur var aðili að brenna rusli. Opin brenna á úrgangi er óheimil samkvæmt lögum. Ruslið sem aðilinn var að brenna var timbur en magnið langt umfram það sem heimild er fyrir í lögum að brenna af timbri.

Á síðu Brunavarna Árnessýslu kemur fram að: „Ætli maður sér að brenna bálköst í myrkri þar sem til sést langar leiðir er sjálfsögð kurteisi að láta vita hjá viðkomandi slökkviliði eða lögreglu hvað standi til. Það kemur að öllum líkindum í veg fyrir að mikið lið viðbragðsaðila sé boðað á staðinn með tilheyrandi hættu í umferðinn, óþægindum og kostnaði.“

Nýjar fréttir