3.9 C
Selfoss

Íris Arna sigraði söngkeppni NFSU

Vinsælast

Mikið var um dýrðir á Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sem fram fór í Iðu í kvöld. Sigurvegari keppninnar var Íris Arna Elvarsdóttir. Hún flutti lagið No Peace. Alls tóku tíu atriði þátt í keppninni. Keppnin var í alla staði hin glæsilegasta og umbreytingarnar á íþróttahúsinu Iðu sjaldan verið jafn vel heppnaðar og í kvöld. Þema kvöldsins var Kántrí og margir létu sjá sig í köflóttum skyrtum og gallabuxum með barðastóran kúrekahatt á höfðinu.

Myndasyrpa birtist frá keppninni er hér.

Sigurvegari kvöldsins með kynnunum Gunnari og Felix.

Nýjar fréttir