11.1 C
Selfoss

Starfsdagur leikskólanna á Suðurlandi vel sóttur

Vinsælast

Föstudaginn 4. október sl. fór fram haustþing Félags Leikskólakennara og stjórnenda (FL og FSL) á Hótel Selfossi. Mættir voru starfsmenn leikskólanna á Suðurlandi frá Ölfusi í vestri og austur yfir Kirkjubæjarklaustur, alls í kringum 350 manns. Fyrir hádegið voru einir fimm fyrirlestrar sem starfsmenn gátu sótt. Meðal þess sem fjallað var um var útikennsla, tónlist, hreyfifærni og einhverfu svo eitthvað sé nefnt. Í samtali við Jensínu Kristínu frá leikskólanum Hulduheimum á Selfossi kemur fram að svona dagar séu sé mikilvægur hluti af endurmenntun. Upprifjun fyrir þá sem hafa unnið lengi og gott innlegg í starf þeirra sem eru að byrja sinn feril. Í raun sé verið að kynna það nýjasta í málaflokkunum. „Hér eru bæði faglærðir og ófaglærðir og allir taka eitthvað nýtt með sér heim að deginum loknum.“

Nýjar fréttir