2.3 C
Selfoss

Nýir félagar boðnir velkomnir í Karlakór Hveragerðis

Vinsælast

Nýir félagar, sem hafa áhuga á að syngja í kórnum verða boðnir hjartanlega velkomnir á æfingu miðvikudagskvöldið 23. október kl. 19:30. Æfingarnar fara fram í Vestur Ási í Hveragerði, sem er salur beint á móti Hveragerðiskirkju. Æft er einu sinni í viku, miðvikudagskvöld frá kl. 19:30 til 21:30. Lagavalið er létt og skemmtilegt og þá má ekki gleyma góðum vinskap sem myndast við að syngja saman í kór. Tekið verður á móti nýjum félögum með brosi á vör og góðum kaffisopa.

F.h. Karlakórs Hveragerðis, Heimir Örn Heiðarsson, formaður.

 

Nýjar fréttir