7.3 C
Selfoss

Þríeykið nýja Eyrarbakkasmáhljómsveitin

Vinsælast

Það er ekki hægt að segja annað en að tónlistin velli í blóðrás feðginanna Valgeirs og Vigdísar Völu í Bakkastofu á Eyrarbakka. Nú hafa þau nýverið sett á laggirnar smáhljómsveitina „Þríeykið“ sem hefur þá sérstöðu að það eru um 20 ára aldursmunur á milli allra meðlimanna.

Aldursforsetinn Valgeir Guðjónsson skipar grunnlagið og stendur nokkuð fast í fæturna með sinn drjúga poka af tónlistar- og textagóssi á baki. Dóttir Valgeirs, Vigdís Vala skipar yngsta og efsta og lagið en hún hefur alist upp í skapandi tónlistar- og vísindaumhverfi frá blautu barnsbeini. Vigdís Vala og er nú komin með góða kippu af eigin verkum en í vísindaumhverfinu þar sem hún starfar dúkkaði þriðji tónverksmaðurinn upp sem skipar miðlagið. Sá heitir Magnús Oddson en hann tengir efsta og neðsta lagið saman með sínum fágætu eiginleikum. Magnús er verkfræðingur og vísindamaður sem starfað hefur fyrir Össur til margra ára þar á meðal í Kína, þar sem hann bjó þá með konu sinni og þremur börnum. Lagalisti Þríeykisins samanstendur af tón- og textasmíðum feðginanna Valgeirs og Vigdísar Völu.“

Þríeykið mun leika á Eyrarbakka í tilefni Menningarmánaðarins október í boði Árborgar ( frítt inn ) þann 5.október kl 17 í Tónleikasal Gamal Frystihússsins sem er við hliðina á Bakki hostel. Eftir tónleikana á þessum fallega eftirmiðdegi verður svo opið í Rauða húsinu, bæði barinn og fyrir matargesti sem vilja gera vel við sig.

 

Nýjar fréttir