5.6 C
Selfoss

Ritlistarhópur stofnaður

Vinsælast

Bókabæirnir austanfjalls og Gullkistan á Laugarvatni hafa sameiginlega sett á fót ritlistarhóp fyrir almenning sem hefur það að markmiði að hvetja fólk til skapandi skrifa (og reyndar til hvers konar sköpunar). Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að áhugasamir hittast reglulega og bera saman bækur sínar, lesa fyrir hvert annað og rýna til gagns, ræða og túlka texta eða aðra sköpun og fá til liðs við sig þekkta rithöfunda og aðra listamenn til spjalls og ráðagerða.

Formlegur stofnfundur hins nýja ritlistahóps hefur ekki verið ákveðinn en fjasbókarsíða undir heitinu Ritlistarhópur Bókabæjanna og Gullkistunnar hefur verið útbúinn og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig þar. Um er að ræða lokaðan hóp þar sem allir áhugasamir eru velkomnir með það að markmiði er draga fram skúffuskáld og aðra þá sem unna skapandi starfi. Þess vegna er mikilvægt að allir þeir sem hafa áhuga óski eftir inngöngu í hópinn.

Umsjónarmenn ritlistarhópsins eru Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Özur Snorrason. Verkefnið er styrkt af SASS – uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Nýjar fréttir