-7.1 C
Selfoss

Fataskiptisláin slær í gegn

Vinsælast

Það er ekki annað hægt en að segja að starfsmenn í Fjölheimum séu með eindæmum hugmyndaríkir í hverskonar umhverfispælingum. Á dögunum var sett af stað skemmtilegt verkefni á vegum starfsmannafélags Fjölheima í tengslum við Umhverfis Suðurland. Verkefnið snýr að því að halda úti fataskiptislá þar sem starfsmönnum og gestum Fjölheima býðst að taka af eða bæta á fatnaði, allt eftir eigin hentugleik.

„Sláin tekur ekki mikið pláss en vekur eftirtekt og stuðlar að breyttu hugarfari þegar kemur að fötum og fatasóun. Starfmannafélag Fjölheima á sér þá ósk heitasta að koma af stað keðju af fataskiptislám meðal stofnanna og fyrirtækja um allt Suðurlandi og skorar á Sundhöllina á Selfossi að setja upp næstu fataskiptislá og í framhaldi að skora á aðra stofnun eða fyrirtæki,“ segir Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri í samtali við Dagskrána. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort Sundlaugin á Selfossi komi sér upp eins og einni slá og taki áskoruninni!

 

Nýjar fréttir