1.7 C
Selfoss

Steinlágu fyrir ÍR-ingum á heimavelli

Vinsælast

Selfyssingar lutu í lægra haldi fyrir ÍR í sínum fyrsta heimaleik sínum í Olísdeildinni í kvöld, 28-35.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu. ÍR-ingar kláruðu fyrri hálfleikinn betur og skoruðu síðasta markið í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 13-15. ÍR-ingar byrjuðu af meiri krafti en heimamenn og byggðu ofan á forystu sína.  Þeir náðu fljótt 3-4 marka forskoti og héldu henni svo til loka.  Selfyssingar gerðu nokkur áhlaup og minnkuðu munin til að mynda í 3 mörk þegar 5 mínútur voru eftir, en voru máttlausir á lokamínútunum og færðu ÍR-ingum sigurinn á silfurfati, 28-35.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7, Hergeir Grímsson 6, Magnús Øder Einarsson 5, Tryggvi Þórisson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Alexander Már Egan 2, Guðni Ingvarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 10 (29%) og Sölvi Ólafsson 3 (30%)

Frétt af selfoss.net.

Nýjar fréttir