Báran stéttarfélag með almennan félagsfund

Almennur félagsfundur Bárunnar stéttarfélags verður haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 3. hæð þann 2. september kl. 17.

Á fundinum fer fram kosning fulltrúa á þing Starfsgreinasambands Íslands sem fram fer dagana 24. – 25. október 2019. Þá verður rædd staðan í kjarasamningum við ríkið, sveitarfélögin og fleiri.

Fundargestum verður boðið upp á kjötsúpu að fundi loknum.