2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Sigríður vann titilinn Sterkasta fatlaða kona Íslands

Sigríður vann titilinn Sterkasta fatlaða kona Íslands

0
Sigríður vann titilinn Sterkasta fatlaða kona Íslands

Sigríður Sigurjónsdóttir íþrótta­kona úr Suðra vann titilinn Sterkasta fatlaða kona Íslands og varð jafnframt í 3. sæti á Vik­ing disabled Strength Challenge sem fram fór í Hafnarfirði þann 27. júlí sl.

Sigríður Sigurjónsdóttir Íþróttafélaginu Suðra.

Með þessari frábæru frammi­stöðu tryggði Sig­ríð­ur sér þátt­tökurétt á Arnold strong women og Sterkasta fatlaða kona heims, en þessi stórmót fara fram á næsta ári.

Það verður spennandi að fylgj­ast með þessari flottu íþróttakonu á komandi árum. Þess má geta að hún er fyrsta íslenska fatlaða kon­an sem hefur náð þessum árangri.

Við óskum Sigríði innilega til hamingju og erum stolt að eiga íþróttakonu sem þessa í okkar röð­um, segir í tilkynningu frá Suðra.