9.5 C
Selfoss

Björgvin Karl heiðraður

Vinsælast

Björgvin Karl Guðmundsson var heiðraður sérstaklega af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar síðastliðinn laugardag en hann náði þeim frábæra árangri að lenda í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit sem haldnir voru í byrjun ágúst. Er hann þar með þriðji hraustasti maður heims og þótti bæjarstjórn Hveragerðisbæjar því vel við hæfi að heiðra hann sérstaklega af þessu tilefni. Fékk Björgvin Karl ókeypis aðgang að sundlauginni Laugaskarði næstu tvö árin og hafði bæjarstjóri á orði að væntanlega myndi aðsókn aukast mjög þar sem gestir laugarinnar mættu búast við því að hitta bronsverðlaunahafann í heita pottinum. Viðburðurinn var hluti af glæsilegu CrossFit móti sem haldið var í CrossFit stöðinni Hengli á Blómstrandi dögum.

Nýjar fréttir