12.3 C
Selfoss

Töðugjöldin verða á Hellu um helgina

Vinsælast

Töðugjöldin 2019 verða haldin á Hellu dagana 16.–18. ágúst nk. Dagskráin hefst með tónleikum Einars Þórs Guðmundssonar baritónsöngvara í Safnaðarheimli Oddasóknar á fimmtudag kl. 20:30.

Á föstudag verður Frisbígolfmót Arion banka kl. 16:45 og þorparölt um rauða hverfið kl. 20:00.

Á laugardag kl. 09:00 verður morgunganga þar sem lagt verður af stað frá styttunni af Infgólfi. Kl. 10:00-12:00 verður morgunmatur í íþróttahúsinu. Þar verður Harmonikkufélagið með tónlist og veitt umhverfisverðlaun. Einnig verður íþróttamaður ársins útnefndur.

KL. 11:00 verður knattspyrnuleikur þar sem KFR og Elliði eigast við í 4. deildinni.

Boðið verður upp á heilmikla dagskrá á útisvæði kl. 12–16. Þar verða markaðstjald, matarvagnar, kökuskreytingakeppni, legobyggingakeppni, hoppuróla, hoppukastalar og bílasýning. Einnig mæta BMX brós, Íþróttaálfurinn og Solla Stirða. Postularnir bjóða svo á rúntinn. Kl. 14:00-16:00 verður hæfileikakeppni barna, fegurðar- og hæfileikakeppni dýranna, úrslit í kökuskreytingum og úrslit í legokeppni.

KL. 20:30-23:00 verður kvöldvaka þar sem Ingó Veðurguð verður kynnir. Einnig verður hátíðarræða, Heiðar Óli, Aron Birkir, Stefán Orri, Egill Stolzenwald, Huginn og Daði Freyr. Þá verður Ingó með brekkusöng, boðið upp á happdrætti og að lokum flugeldasýning. Síðan hefst dansleikur í reiðhöllinni um miðnætti.

kl. 18:00 á sunnudag sýnir Leikhópurinn Lotta Litlu hafmeyjuna.

Nýjar fréttir