10 C
Selfoss

Rúmlega 400 manns tóku þátt í Brúarhlaupinu

Vinsælast

Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 10. ágúst sl. Líkt og undanfarin ár voru sömu vegalengdir í boði þ.e. 2,8 km, 5 km og 10 km hlaup. Einnig voru 5 km hjólreiðar og 800 m Sprotahlaup, fyrir yngstu þátttakendurna. Örlítil breyting var gerð í ár á hlaupaleið 10 km hlaupsins, þar sem leiðin var færð af götum inn á nýja gangstíga. Má því segja að mikill meirihluti hlaupaleiða sé kominn á gangstígakerfi bæjarins.

Þátttakendur í Brúarhlaupinu voru fleiri í ár en oft áður og tóku rúmlega 400 keppendur þátt í öllum veglengdum. Er það gleðiefni þar sem fækkun hafði átt sér stað á undanförnum árum.

Komið í mark í Sigtúnsgarðinum. Mynd: ÖG.

Úrslit Brúarhlaupsins:

2,8 km hlaup – konur:
1. Cerys Wright 10,27 mín.
2. Jóhanna Elín Halldórsdóttir 11,35 mín.
3. Sara Rún Auðuns 12,47 mín.

2,8 km hlaup – karlar:
1. Kristleifur Heiðar Helguson 10,36 mín.
2. Halldór Halldórsson 12,36 mín.
3. Einar Ari Gestsson 15,03 mín.

5 km hjólreiðar – konur:
1. Hulda Sigurjónsdóttir 14,11 mín.
2. Hildur Eva Bragadóttir 14,14 mín.
3. Erla Björt Erlingsdóttir 14,57 mín.

5 km hjólreiðar – karlar:
1. Bjarki Birgisson 10,33 mín.
2. Victor Gunnarsson 10,34 mín.
3. Óttar Pétursson 10,49 mín.

5 km hlaup – konur:
1. Anna Berglind Pálmadóttir 19,12 mín.
2. Jóhanna Skúladóttir Ólafs 19,18 mín.
3. Iðunn Björg Arnaldsdóttir 20,17 mín.

5 km hlaup – karlar:
1. Reimar Snæfells Pétursson 16,48 mín.
2. Angus Wright  17,15 mín.
3. Andrés Þorleifsson 18,21 mín.

10 km hlaup – konur:
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir 37,58 mín.
2. Fríða Rún Þórðardóttir 39,39 mín.
3. Megan Wright 40,51 mín.

10 km hlaup – karlar:
1. Baldvin Þór Magnússon 35,42 mín.
2. Birkir Einar Gunnlaugsson 36,59 mín.
3. Helgi Rúnar Pálsson 37,39 mín.

Nánari úrslit má sjá inn á hlaup.is.

Nýjar fréttir