10 C
Selfoss

Útboð vegna fjölnota íþróttahúss á Selfossi byggingar- og jarðvinnu

Vinsælast

BYGGINGARVINNA

Fyrir hönd Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar er óskað eftir tilboðum í framkvæmdina, fjölnota íþróttahús á Selfossi, byggingarvinna.
Verkið felur í sér reisingu á fjölnota íþróttahúsi á íþróttasvæði UMFS, Engjavegi, 800 Selfoss. Húsið sem um ræðir er stálgrindarhús á steyptum undirstöðum, flokkað sem hálfupphitað hús eða 10 – 18 °C að undanskyldum fylgirýmum við hús sem eru fulleinangruð fyrir fullupphitað hús. Aðkoma og aðstaða vallarstarfsmanna að húsi er bæði á norður- og suðurhlið, sem og snyrtingar, ræsting og sjúkraaðstaða. Snyrtingar eru alls 5 í húsinu, þar af 2 með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Útveggir íþróttahúss og fylgirýmis eru klæddir með grjótfylltum grjótgrindum úr stáli upp í 4 metra hæð. Gaflar íþróttahúss eru klæddir með láréttri hvítri bárujárnsklæðningu upp í 4 metra hæð og mjólkurlituð 3-föld ylplata þar fyrir ofan. Þak er klætt með gráum PVC þakdúk og þakkantar með sléttri hvítri álklæðningu.

Framkvæmdatími hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði verktaka.

Áætlað er að verktaki afhendi bygginguna til notkunar þann 1.8.2021. Sjá nánari lýsingu á áfangaskiptingu verksins í útboðsgögnum.

Nokkrar magntölur: – mót: 6.110 m2 –
Járnbending: 130 tonn –
Steypa: 1.150 m3 –
Stálvirki: 416 tonn –
Þakfrágangur íþróttahúss: 6.451 m2 –
Grjótgrindaveggir: 960 m2 –
Yleiningar: 1.286 m2

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti frá og með 29.7.2019.
Senda skal ósk um gögn á tölvupóstfang verkis.selfoss@verkis.is með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og síma.

Kynningarfundur verður haldinn 6. ágúst kl. 14:00 á fyrirhuguðum byggingarstað.

Tilboðum skal skila til Ráðhúss Árborgar, Austurvegi 2, 800 fyrir kl. 11:00, 16. september 2019, en þá verða þau opnuð að viðstöddum fulltrúum verkkaupa og þeim bjóðendum sem þess óska.

JARÐVINNA

Fyrir hönd Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar er óskað eftir tilboðum í framkvæmdina, Fjölnota íþróttahús á Selfossi, jarðvinna.

Um er að ræða jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar á fjölnota íþróttahúsi á lóð ungmennafélagsins UMFS við Engjaveg, 800 Selfoss. Um er að ræða uppgröft á svæði auk þjöppun fyllingar. Með verkinu fylgir lagning og frágangur á jarðvatnslögnum, frárennsli og aðveitulögnum fyrir neysluvatn og hita sem liggja undir fyrirhuguðum undirstöðum íþróttahúss.

Jarðvinnu er skipt niður í áfanga og er gert ráð fyrir eftirfarandi dagsetningum fyrir skil á hverjum áfanga fyrir sig:
Áfangi 1: Áfanga skal lokið fyrir 15.11.2019 þannig að byggingarverktaki geti hafist handa við að slá upp mótum og steypa undirstöður.
Áfangi 2: Áfanga skal lokið fyrir 15.1.2020.
Áfangi 3: Áfanga skal lokið fyrir 20.5.2020.
Áfangi 4: Áfanga skal lokið fyrir 15.7.2020 þannig að unnt sé að gera hlé á framkvæmdum á meðan unglingalandsmóti UMFÍ fer fram.

Áætluð verklok eru 1.8.2021 þegar verktaki afhendir bygginguna til notkunar.

Nokkrar magntölur: –
Gröftur á jarðvegsmönum: 4.150 m³ –
Uppgröftur: 14.400 m3 –
Gröftur fyrir lögnum: 860 lm –
Fyllingar: 14600 m3 –
Vökvunarkerfi (lagnir): 140 m –
Frárennslislagnir ( í jörðu): 950 m

Gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta eitthvað af uppgröfnu efni á svæðinu sem fyllingarefni.

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti frá og með 29.7.2019. Senda skal ósk um gögn á tölvupóstfang verkis.selfoss@verkis.is með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og síma.

Kynningarfundur verður haldinn 6. ágúst kl. 14:00 á fyrirhuguðum byggingarstað.

Tilboðum skal skila inn til Ráðhúss Árborgar, Austurvegi 2, 800 fyrir kl. 11:00, 16. september 2019, en þá verða þau opnuð að viðstöddum fulltrúum verkkaupa og þeim bjóðendum sem þess óska.

Nýjar fréttir