5.6 C
Selfoss

Strætó ekur 21 aukaferð vegna Þjóðhátíðar í Eyjum

Vinsælast

Leið 52, sem gengur milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar, mun aka 21 aukaferð vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum dagana 1.–5. ágúst. Allar aukaferðir eru skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi.

Ekki er hægt að bóka sæti um borð fyrirfram og fargjald er greitt um borð í vagninum. Hægt er að greiða fyrir fargjald í landsbyggðarvögnum með debit- eða kreditkortum, strætómiðum eða reiðufé (Ath.: Vagnstjórar geta ekki gefið til baka).

Fargjald fyrir fullorðna milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar er 4.700 kr. eða 10 strætómiðar. Fargjald fyrir 12-17 ára er 1.650 kr. eða 10 ungmennamiðar og fyrir 6-11 ára er 710 kr. eða 10 barnamiðar. Fargjald fyrir aldraða (67+) og öryrkja er 1.450 kr. eða 10 öryrkjamiðar. (Ath. Landsbyggðavagnar eru ekki með aðgengi fyrir hjólastóla).

Hér fyrir neðan má finna PDF skjal yfir allar ferðir með leið 52 sem passa við áætlun Herjólfs.

Áætlun leiðar 52 yfir Þjóðhátíð í Eyjum

Nýjar fréttir