11.1 C
Selfoss

Eva María og Dagur Fannar taka þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Vinsælast

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fyrir aldursflokkinn 16–17 ára fer fram í Azerbaidjan dagana 22. til 27. júlí  nk. Unglinganefnd og afreksstjóri FRÍ hafa valið nokkra íþróttamenn á mótið. Þeirra á meðal eru Eva María Baldursdóttir sem keppir í hástökki og Dagur Fannar Einarsson sem keppir í langstökki og spjótkasti. Þau æfa og keppa bæði með Umf. Selfoss.

Auk þeirra Evu Maríu og Dags Fannars keppa Birna Kristín Kristjánsdóttir í langstökki og 100 metra hlaupi, Elísabet Rut Rúnarsdóttir í sleggjukasti, Kristján Viggó Sigfinnsson í hástökki og Ólíver Máni Samúelsson í 100 metra hlaupi og 200 metra hlaupi.

Ekki eru gefin út lágmörk fyrir mótið heldur eru aðeins okkar sterkustu keppendur valdir þar sem miðað er við árangur sem dugar í að minnsta kosti tíunda sæti miðað við úrslit tveggja síðustu leika.

Nýjar fréttir