9.5 C
Selfoss

Expert kæling gaf HSU sjónvarpstæki

Vinsælast

Nýverið gaf fyrirtækið Expert kæling ehf. sjónvarpstæki til slysa- og bráðamóttöku HSU á Selfossi. Sjónvarpstækið er á kaffistofu starfsfólks BMT og nýtist sem vinnutæki og til áhorfs sé þess kostur og kemur að sérlega góðum notum sem viðbót við tækjabúnað fyrir starfsmenn deildarinnar, en þar er unnið allan sólarhringinn alla daga ársins og oftast undir miklu álagi.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða bakhjarla sem styðja við bakið á stofnuninni með gjöfum. Starfsfólk slysa- og bráðamóttöku HSU, sem og stjórnendur HSU, þakka fyrirtækinu kærlega fyrir þessa glæsilegu gjöf og þann góða hug sem að baki býr.

Nýjar fréttir