4.3 C
Selfoss

Útskriftarveisla hjá Brunavörnum Árnessýslu

Vinsælast

Það var stór dagur í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi á þjóðhátíðardaginn. Morguninn hófst á hátíðlegri athöfn þar sem slökkviliðsmenn voru útskrifaðir úr námi sínu. Fimm nemendur útskrifuðust úr grunnnámi og tíu slökkviliðsmenn útskrifuðust úr stóra slökkviliðsnáminu sem ætlað er fyrir þá sem hafa slökkvistarf að aðalstarfi. Að athöfn lokinni fengu gestir og gangandi að sækja Björgunarmiðstöðina á Selfossi heim til að kynna sér starfsemina og skoða tól og tæki. Að vanda var fjöldi gesta sem leit við í heimsókn og fengu að líta yfir búnaðinn og skoða aðstöðuna.

Nýjar fréttir