10 C
Selfoss

Skemmtistund með Diddú og strákunum í Fljótshlíðinni

Vinsælast

Nú er vorið komið í Fljótshlíðina og sumargleðin að hefjast í Hlöðunni að Kvoslæk. Viðfangsefnin í sumar eru fjölbreytt og spennandi viðfangsefni hvert fyrir sig. Diddú ríður á vaðið í dag, laugardaginn fyrir hvítasunnu, þann 8. júní.

Dagskráin í sumar er eftirfarandi:

Laugardaginn 8. júní kl. 15.00 – Diddú og drengirnir
Sigrún Hjálmtýsdóttir flytjur sín uppáhaldslög ásamt sex blásurum, þeim Sigurði Ingva og Kjartani á klarinett, Birni Th. og Brjáni á fagott og Emil og Frank á horn

Sunnudaginn 23. júní kl. 15.00 – Leiklestur úr Stílæfingum R. Queneaus

í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur. Leikstjóri Sveinn Einarsson. Leikarar: Brynhildur Guðjónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Arnar Jónsson og Þór Tulinius. Einar, Sigurður Ingvi og Anna Guðný leika létta franska tónlist eftir Louis Dunoyer á klarinett og píanó

Laugardaginn 20. júlí kl. 15.00 – Konan og garðurinn

Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt sem nýlega gaf út bókina Að búa til ofurlítinn skemmtigarð, flytur erindi um garðrækt í byrjun 20. Aldar.

Sunnudaginn 18. ágúst kl. 15.00 – Milan Kundera og Ísland

Friðrik Rafnsson hefur þýtt fjölmargar bækur Kundera á íslensku og segir frá tengslum rithöfundarins við Ísland og íslenskar bókmenntir.

Sunnudaginn 8. sept. kl. 15.00 – Dagstund með Mozart

Rut og vinir hennar leika kammerverk eftir W. A. Mozart. Matthías Birgir Nardeau, óbóleikari, Jósef Ognibene, hornleikari og Richard Simm, píanóleikari leika einleik með Rut og Júlíönu á fiðlur, Svövu og Rut á víólur og Sigurði á selló.

Nýjar fréttir