11.7 C
Selfoss

Ýmsar frumlegar fyrirtækjahugmyndir í Vallaskóla

Vinsælast

Mikið líf og fjör var í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í morgun. Þar voru nemendur af efsta stigi Vallaskóla búin að koma sér fyrir og sýndu ýmsar frumlegar fyrirtækjahugmyndir sem þau höfðu unnið að. Ef til vill hafa kviknað hugmyndir sem verða að veruleika eða leiða eitthvað skemmtilegt af sér í framtíðinni. Krakkarnir fengu ákveðinn ramma sem þau þurftu að fara eftir en máttu að öðru leyti láta hugmyndaflugið ráða um hvers lags fyrirtæki þau bjuggu til. Myndirnar hér á síðunni tala sínu máli.

Nýjar fréttir